Um okkur

Bílabjörgun

Bílabjörgun sem er hluti af CAR-X var stofnað sem sér deild í lok árs 2013, hjá Bílabjörgun starfar að jafnaði einn maður þó fleiri komi að bakvöktum þar sem það er neyðarsími allan sólarhringinn allt árið, til að byrja með þá var aðeins einn bíll til umráða en með tíð og tíma þá hafa verkefnin aukist með aukinni bílaumferð.

Uppistaða þjónustunar er og hefur verið að vera klárir þegar kallið kemur ýmist frá Lögreglu við að fjarlægja bíla sem hafa lent í tjóni, þegar bílaleigur eru í vanda með bíla sína og svo ýmis vandamál einstaklinga.

Verkefnin eru af öllum toga, tjónaðir, bilaðir bílar, læst ökutæki, rangt eldsneyti eða bara sprungið dekk.